Um mig

Þú segir mér hvað þú vilt og ég vísa þér leiðina

Ég hef starfað við einkaþjálfun síðan 1999 og hef ég síðustu ár lagt mikla áherslu á afreksíþróttafólk
hérlendis og einnig erlendis. Undanfarin ár hef ég einnig lagt áherslu á hugarfarslega markþjálfun og
hef ég þannig notað NLP tækni til að hjálpa fólki að búa sér til betri aðstæður til að ná árangri.

Sjálfur hef ég æft og keppt í bardagaíþróttum og hefur aðal áherslan verið á Karate, en í íþróttinni hef ég
orðið Íslandsmeistari mörgum sinnum og einnig unnið til verðlauna á fjölda móta á erlendri grundu.
Með skemmtilegri verkefnum undanfarin ár verð ég að nefna æfingakerfi sem ég hannaði fyrir
handknattleik og knattspyrnumarkmenn en þau hafa verið að gefa mjög góða raun og eru í sífelldri
þróun. Ég tók einkaþjálfarapróf 1999 og Master Practitioner próf í NLP 2008. Mér þykir mikilvægt að
vera í stöðugri endurskoðun varðandi aðferðafræði og árangur og þannig sjá hlutina í nýju ljósi.

 

Ingólfur Snorrason