Gamli Skólinn

Taktu stjórn!! Uppgötvaðu styrkleika þína!!

Námskeiðið Gamli Skólinn er 100 daga kerfi sem fær þig til að breyta út af gömlum vana og ná betri stjórn á lífi þínu.

Klæðskerasniðið fyrir fólk ofþyngd, með of háan blóðþrýsting og fólk sem vill ná betri líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi. Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir sem vinna með áunna hegðun og hvernig henni er stjórnað.  Unnið er útfrá viðurkenndum aðferðum innan NLP-fræðarinnar (Neuro Linguistic Programming) og vinna þátttakendur markmið sín í verkefnabók sem fylgir þeim út tímabilið.  Þar að auki vinna þátttakendur þjálfun sína út frá upplýsingum inni á lokuðu svæði á ingo.is þar sem dagskrá er sett upp fyrir hverja viku.

Frábær leið til að ná árangri í sumar!

Verð:

29.000 kr. Leitið tilboða vegna annarra óska.

Innifalið:

  • Fjögurra tíma námskeið í upphafi
  • Kennslu og verkefnabók
  • Heilsufarsmælingar í Lyfju Lágmúla Þrjár heilsufarsmælingar (í upphafi, á miðju tímabili og loks í lok tímabils) sem gefa glögga mynd af ástandi og framvindu hverju sinni.
  • Aðgangur að fullkomnu æfingakerfi inni á lokuðu svæði á ingo.is
  • Fræðsla og upplýsingar sendar á tveggja vikna fresti
  • Þriggja tíma námskeið í lok tímabils.

Kennari á námskeiðinu er Ingólfur Snorrason, MPNLP, einkaþjálfari og markmiðaráðgjafi. Ingólfur hefur víðtæka reynslu af markmiðavinnu með fólki og íþróttafélögum hér á landi og erlendis. Hefur meðal annars starfað með heims- og evrópumeisturum ásamt fólki í mikilli endurhæfingu eftir slys og áföll.

Næstu námskeið:

  • Laugardaginn 3. maí
  • Sunnudaginn 4. maí

Skráðu þig með því að smella á Gula hnappinn og haft verður við þig samband innan skamms